Markmið, hvatning og sjónmyndir!

„Fyr­ir ári síðan prentaði ég þessa mynd og setti á vegg­inn minn í svefn­her­berg­inu. Þá höfðum við spilað einn leik í mjög erfiðum riðli í undan­keppni HM. Þetta var fjar­læg­ur draum­ur og fáir áttu von á að hann yrði að veru­leika. Til­gang­ur mynd­ar­inn­ar var til að minna mig á draum­inn minn á hverj­um degi” sagði Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður î knattspyrnu á mbl.is 13. október 2017.

Fyrirmyndar markmiðs-, hvatningar- og sjónmyndavinna… og Ísland á HM og Hann­es Þór Hall­dórs­son komst í úr­valsliði undan­keppni HM í Evr­ópu hjá portú­galska net­miðlin­um goalpo­int. 

Posted in Hvatnng, Markmið, Sjónmyndir | Comments Off on Markmið, hvatning og sjónmyndir!

2+2 = 5

Íslenska karlalandsliði í knattspyrnu er búið að tryggja sig inn á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi 2018!

Mál manna er að liðsheild liðsins sé einstök á heimsvísu og Eiður Smári Guðjohnsen minntist á þetta á RÚV eftir leikinn 9. október 2017.

„Þetta lið er bara… þetta er lið. Hvað viltu horfa á í fótbolta, þú vilt sjá liðheild, þú vilt sjá menn sem að hlaupa fyrir hvorn annan, þú vilt sjá menn sem eru stoltir að vera á þeim stað sem þeir eru og allur hópurinn er það, það er alveg sama hvort þeir eru inn á vellinum, sitja á bekknum eða uppí stúku meiddir… þetta er bara lið, þetta er bara lið, þetta er bara lið!“

Posted in Liðsheild | Comments Off on 2+2 = 5

Markmið er málið!

Markmiðssetning er mikilvæg til að hámarka frammistöðuna. Markmið lista upp það sem maður ætlar sér að afreka og það sem er jafnvel mikilvægara, hvernig maður ætlar að ná sínum markmiðum.

Alfreð Finnbogason landsliðsmaður í knattspyrnu er með sín markmið á hreinu og til fyrirmyndar eins og fram kom í viðtali við Alfreð í Fréttablaðiðinu/vísi.is 13. september 2017 þegar hann var búinn að skora fjögur mörk í fyrstu þremur umferðunum í þýsku úrvalsdeildinni.

Ég hef alltaf skrifað markmiðin niður hjá mér. Kannski ekki upp á hvern einasta dag en viðmiðunarpunkta, og hvernig maður ætlar að ná þeim. Það er miklu mikilvægara. Ekki bara skrifa niður til að skrifa niður. Það hefur virkað mjög vel fyrir mig og eitthvað sem ég ætla ekki að breyta.
Maður setur sér samt alltaf háleit markmið fyrir tímabilið,“ segir Alfreð

Posted in Markmið | Comments Off on Markmið er málið!

Virk forspá og góð sjónmyndaþjálfun!

Ólafía Þórunn Kristjánsdóttir á mbl.is 9. september 2017:

“Ég sá þetta fyr­ir mér og það bara tóks” sagði Ólafía Þórunn um högg dagsins á 18. holu þegar hún fékk örn, en vipp henn­ar utan flat­ar fór þá rak­leiðis ofan í holu.

Virk forspá (Self-fulfilling prophecy).
Að gera ráð fyrir að ákveðnir hlutir gerist hjálpar til við að láta þá gerast.
Imagery. M.a. að sjá sig framkvæma ákveðna hreyfingu/færni og láta það takast stuðlar að framförum og árangri.

Posted in Sjálfstraust, Sjónmyndir | Comments Off on Virk forspá og góð sjónmyndaþjálfun!

Flott viðhorf … þolinmæðin er dyggð!

Axel Óskar Andrésson, leikmaður Reading á Fotbolti.net 1. sept. 2017.

Þegar ég kom út í U18 ára lið Reading hélt ég að ég myndi komast í aðalliðið eins og skot. Það þurfti aðeins að kýla mig niður á jörðina. Mamma og pabbi fluttu út með mér og þau kenndu mér það. Ég var á bekknum í U18 fyrst og í fyrra var ég á bekknum í U21 liðinu þannig að ég fór í neðri deildirnar til að fá reynslu. Þetta hefur verið löng leið en þolinmæði er lykill og ég er að verða betri með tímanum.”

Flott viðhorf og nkl… þolinmæðin er dyggð sem fleiri verðandi vonandi afreksíþróttamenn mættu taka til fyrirmyndar! Reyndar ekki allir með Andrés Guðmunds í föðurhlutverkinu! Þetta viðhorf vantar víða hjá efnilegum íþróttamönnum! #synumkarakter!

Posted in Markmið, Viðhorf | Comments Off on Flott viðhorf … þolinmæðin er dyggð!

I wouldn’t say anything is impossible. I think that everything is possible as long as you put your mind to it and put the work and time into it.
– Michael Phelps

Posted in Viðhorf | Comments Off on

„Það sem ég hef lært í líf­inu er að því sem ég get ekki breytt hugsa ég ekki um”
Jurgen Klopp

Posted in Viðhorf | Comments Off on

“I never lose. I either win or learn”
– Nelson Mandela

Posted in Viðhorf | Leave a comment